Að mála sig út í horn

Nú stendur yfir Íslandsmótið í að mála sig út í horn.

Þegar þetta er skrifað hafa vörubílstjórar tekið afgerandi forystu,

en lögreglan fylgir fast á eftir. Ríkisstjórnin reynir af veikum mætti

að missa ekki af lestinni, en hefur ekki " trukkið " sem þarf.

Nú væri ráð að gera hlé á deildinni, leyfa málningunni að þorna og

fara aftur á upphafsreit. 

Ekki satt ?


Af óþverra

Hugsaðu þér.... það krotar einhver á hús um nótt, og þú gengur út að morgni,

með tusku og vægt hreinsiefni og þurrkar óþverran af. Hljómar ekki illa.

Og merkilegt nokk þá er þetta ekki tekið upp úr vísindaskáldsögum framtíðarinnar.

Einföld lausn á óþverranum.

 


mbl.is Eftirlit endurskoðað vegna veggjakrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af máltækjum

Það er ekki á hverjum degi sem gömlu góðu íslensku máltækin eru afsönnuð.

Nýlega hefur þó tekist að færa sönnur á að ekki glymur hæst í tómri tunnu,

heldur hefur tunna full af sterum vinninginn.

Hver hefði trúað þessu.


Svosem alveg sammála, en....

....það er jú alltaf eitthvað en.

 Skynsamur bílstjóri mundi þá kannski bara stoppa áður en hann fer á heiðina, er ekki

Hreðavatnsskáli enn til ?

 Samt, eigum við ekki að hætta þessu reglugerðarfargani og axla þá ábyrgð að hugsa stundum sjálf ?


mbl.is „Við erum bara sektaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak....

... algjörlega til fyrirmyndar. En, stundum eru til betri lausnir.

Ef einhver hefur áhuga, þá á ég málningu sem ekki er hægt að krota / spreyja á.

Hefur þann eiginleika að það tollir ekkert á henni.

 

Bara hugmynd að jafnvel framtíðarlausn


mbl.is Máluðu yfir veggjakrot í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af misskilningi

Ég hlýt að hafa misskilið þetta eitthvað !

Sko, fyrst þurfti að draga úr framkvæmdum á vegum hins opinbera til að draga úr þenslu og nú þarf að draga úr þeim vegna kreppunnar.

Og stýrivextir voru fyrst hækkaðir vegna þess hvað krónan var sterk og svo núna vegna þess hvað hún er veik.

 Getur verið að menn viti bara ekkert hvað þeir eru að gera ?

Nei, ég bara velti því fyrir mér....


Um hækkanir

Skrýtið !

Les fólk ekki blöðin, horfir á sjónvarp, fylgist með fréttum ?

Í dag var ég skammaður fyrir að hækka hjá mér ísinn !

Einhvernvegin finnst mér að það eigi ekki að koma fólki á óvart að vörur hækki í dag.

Eða, finnst fólki kannski bara sjálfsagt að verslunareigendur taki bara hækkanirnar á sig ?

Sorrý, no can do !


Um forsjárhyggju

Það virðist vera opinbert markmið að búa til þjóðfélag þar sem við þurfum ekki að hugsa. Þjóðfélag þar sem við þurfum ekki að bera ábyrgð á okkur sjálfum. Þjóðfélag þar sem búið er að taka allar ákvarðanir fyrir okkur. Smátt og smátt hættum við að geta gert greinarmun á réttu og röngu, því við höfum reglur um allt.

Ég hef ekki farið á kaffihús síðan 1. júní. Ég hef enga ánægju af því, og enga ástæðu til þess að fara. Ég fór á kaffihús áður, til þess að fá mér Latte og sígó. Nú er einhver búinn að ákveða að þeir sem ekki vilja fara á kaffihús þar sem er reykt, eigi réttinn. Ef allt væri eins og það á að vera, væru hér kaffihús af öllum stærðum, sum reyklaus, önnur ekki. Allir ættu val, bæði veitingamenn og neytendur. Ein leið væri t.d. að þegar starfsleyfi er gefið út fyrir veitingahús, ákveði veitingamaðurinn hvort hann vilji vera með reykingaleyfi eða ekki. Ef hann vill leyfa reykingar, þá greiðir hann auka gjald fyrir það sem svo rennur til tóbaksvarnarráðs. Gallinn hefur verið sá, fyrir tíma reykingabannsins, að það vantaði að fleiri staðir og fjölbreyttari, reyndu reyklausu leiðina. En því miður skorti þau kjark til að láta reyna á það. Með gjaldtöku fyrir reykingaleyfi, hygg ég að sé kominn hvati fyrir veitingamenn að taka þá ákvörðun að vera með reyklaust og neytendur fengju því fleiri valkosti, sem nútímaþjóðfélag á að sjálfsögðu að snúast um.


Um heimsku

Þegar ég var ungur var stundum sagt að ef þú ert of heimskur til að fara í skóla, þá ferðu á sjóinn.

Ekki illa meint til sjómanna, allsekki, þatta var bara sagt....stundum.

En, hvað gerirðu ef þú ert of heimskur til að fara á sjó ?

Jú, þá ferðu í lögregluna. Úff, kannski er ég að brjóta lög með því að segja þetta, en tek sénsinn.

Ég keyri oft Fossvoginn og er alltaf jafn hissa á að sjá lögregluna við hraðamælingar þar, jafnvel stundum einn bíll Kópavogsmegin og annar Reykjavíkurmegin. Ég gæti hugsað mér um 100 staði sem ég hefði haldið að væri mikilvægara að hraðamæla en Fossvoginn, t.d. flest íbúðahverfi. Þarna er engin gangandi umferð, það eru 3 akreinar í báðar áttir, og í fljótu bragði minnist ég ekki þess að hafa séð mikið af fréttum um slys á þessum kafla.´

Æ, kannski ég ætti bara að fara á sjóinn......


Heildarlausn

Ég er með hugmynd, og ég held satt að segja að þetta sé besta hugmyndin.

Sko, fyrst byggjum við stíflu, hringinn í kring um Ísland, búum til eitt stórt uppistöðulón í miðjunni, og virkjum svo eins og við eigum lífið að leysa. Stóriðja á alla skaga, tanga, tær og nef. Ráðum svo náttla útlendinga til að vinna við þetta allt saman. Og fyrir gróðann, þá kaupum við Kúbu. Fæst fyrir lítið núna þegar Castro er hættur, miklu hlýrra og notalegra en á klakanum, Bandaríkjamenn verða fegnir að fá okkur sem nágranna. Og hey, við þurfum ekki einu sinni að vinna, allir fá bara hlutabréf í Íslandsiðju ohf og verðum mökk feit og pattaraleg í sólinni á Kúbu :-)

Hverjir vilja vera memm ?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband