Þegar ég var ungur var stundum sagt að ef þú ert of heimskur til að fara í skóla, þá ferðu á sjóinn.
Ekki illa meint til sjómanna, allsekki, þatta var bara sagt....stundum.
En, hvað gerirðu ef þú ert of heimskur til að fara á sjó ?
Jú, þá ferðu í lögregluna. Úff, kannski er ég að brjóta lög með því að segja þetta, en tek sénsinn.
Ég keyri oft Fossvoginn og er alltaf jafn hissa á að sjá lögregluna við hraðamælingar þar, jafnvel stundum einn bíll Kópavogsmegin og annar Reykjavíkurmegin. Ég gæti hugsað mér um 100 staði sem ég hefði haldið að væri mikilvægara að hraðamæla en Fossvoginn, t.d. flest íbúðahverfi. Þarna er engin gangandi umferð, það eru 3 akreinar í báðar áttir, og í fljótu bragði minnist ég ekki þess að hafa séð mikið af fréttum um slys á þessum kafla.´
Æ, kannski ég ætti bara að fara á sjóinn......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.