Ég er með hugmynd, og ég held satt að segja að þetta sé besta hugmyndin.
Sko, fyrst byggjum við stíflu, hringinn í kring um Ísland, búum til eitt stórt uppistöðulón í miðjunni, og virkjum svo eins og við eigum lífið að leysa. Stóriðja á alla skaga, tanga, tær og nef. Ráðum svo náttla útlendinga til að vinna við þetta allt saman. Og fyrir gróðann, þá kaupum við Kúbu. Fæst fyrir lítið núna þegar Castro er hættur, miklu hlýrra og notalegra en á klakanum, Bandaríkjamenn verða fegnir að fá okkur sem nágranna. Og hey, við þurfum ekki einu sinni að vinna, allir fá bara hlutabréf í Íslandsiðju ohf og verðum mökk feit og pattaraleg í sólinni á Kúbu :-)
Hverjir vilja vera memm ?
Athugasemdir
jáhá Haukurinn minn,
þetta eru aldeylis háflegnar hugmyndir hjá þér drengur , en alltaf gott að láta sig dreyma , þess vegna er þú svona yndislegur, alltaf jafn mikill draumóramaður, þú átt eftir að komast langt á því skal ég segja þér, en ein pæling ..... e.e.e.e.e er ekki betra að kaupa bara Noreg ? fnuff :)
fnufflína (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:39
Tja, sko, nei.
Í fyrsta lagi er of kalt í Norge
Í öðru lagi mundi Norge sennilega kosta of mikið
Og í þriðja lagi, þá væri náttla skynsamlegast að gera það sama við Norge,
stífla og virkja af krafti, hey, ég er viss um að það væri hægt að kaupa Ástralíu fyrir gróðann af því ;-)
Haukur Arnar Árnason, 17.3.2008 kl. 13:47
hey jú audda borgar sig að kaupa Norgeg ef ég bý þar !!!! gætir ekki fundið meiri auðæfi annastaðar hehehehehehehe
fnufflína again (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.