Varðandi börn, skóla og kennara

Margt er nú rætt og ritað um dóminn sem féll, vegna stúlkunnar sem varð fyrir því að skaða kennarann sinn. mér finnst eins og fólk missi af aðalatriðinu í þessu. Ég ætla ekki að bölsótast yfir upphæðinni, finnst hún meira að segja lítil í sjálfu sér. En ég ætlast til þess að skólinn sé tryggður fyrir svona löguðu. Ég ætlast til að ég geti sent barnið mitt í skóla án þess að hafa áhyggjur af því að uppátæki þess setji mig á hausinn. Tók enginn eftir því að þetta var barn sem átti í hlut ???

Ég gerði margt á þessum aldri, sem auðveldlega hefði getað valdið skaða af þessu tagi eða verra.

En, það tilheyrir því að vera barn að vita ekki allt.

Ég vona að móðirin áfrýi, ég vona að hæstiréttur beri gæfu til að snúa þessum dómi og geri skólann ábyrgan.

Ef ekki, þá sé ég mig nauðbeygðan til að brjóta lög og taka 11 ára dóttur mína úr skóla. Ég hef ekki efni á að taka áhættuna á því að hún kunni að hegða sér eins og 11 ára gamalt barn með þeim afleiðingum að tjón hljótist af.

Foreldrar, tökum öll börn okkar úr barnaskóla ef þessi dómur stendur óhaggaður.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, ef þessi dómur stendur mun ég taka dóttur mína úr umræddum skóla.  Ég tel mig ekki vera borgunarmanneskju fyrir svona tjóni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.3.2008 kl. 02:43

2 identicon

Já hvernig væri það að taka börnin úr skólanum OG ALA ÞAU ALMENNILEGA UPP OG VERA MEÐ ÞEIM SVONA TIL HÁTÍÐARBRIGÐA. Ferlegur hroki er þetta í ykkur. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 03:14

3 Smámynd: Haukur Arnar Árnason

Hrokinn birtist í því að telja sig hið fullkomna foreldri, að geta alið upp barn sem aldrei gerir neitt rangt. Persónulega, þá hef ég ekki áhuga á að eiga svo fullkomið barn.

Haukur Arnar Árnason, 15.3.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband